Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.07.2020
kl. 12.03
Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira
