Skagafjörður

Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019

Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira

9,5 milljónir úr Safnasjóði á Norðurland vestra

Úr aukaúthlutun sem Safnasjóður úthlutaði á dögunum fengu söfn á Norðurlandi vestra alls 9,5 milljónir króna til ýmissa verkefna. Alls var úthlutað 217.367.000 kr. úr sjóðnum: 111 styrkir úr aðalúthlutun safnasjóðs, 13 öndvegisstyrkir og 37 verkefni fengu flýtta aukaúthlutun 2020. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hlaut hæsta einstaka styrk safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Góður sigur Stólanna í geggjuðum leik

Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.
Meira

Átta sækjast eftir starfi framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsti starf framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðarkróki snemma í júní með umsóknarfresti til 30. júní. Umsækjendur eru átta talsins.
Meira

Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri. Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.
Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira

Leikur tveggja ólíkra hálfleikja þegar Stólastúlkur misstigu sig í Mjólkurbikarnum

Tindastólsstúlkur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi eftir hörkuleik við Pepsi Max-deildar lið KR á Meistaravöllum. Stólastúlkur voru 0-1 yfir í hálfleik eftir að hafa fengið fjölmörg góð færi en lið KR refsaði grimmilega í síðari hálfleik, gerðu þá fjögur mörk á 18 mínútna kafla.
Meira

Atli orðinn markahæstur HK-manna í efstu deild

Atli Arnarson hefur verið á skotskónum, eða kannski helst vítaspyrnuskónum, það sem af er tímabilinu í Pepsi Max deild karla. Atli er Króksari, sonur Möggu Aðalsteins og Ödda læknis Ragnarssonar og því alinn upp með Tindastólsmerkið á brjóstinu. Atli skoraði í vikunni tvö mörk fyrir lið sitt HK gegn ÍA á Skipaskaga og varð þar með markahæsti leikmaður HK í efstu deild, frá upphafi, með átta mörk.
Meira

Ein gömul og góð sönn saga:: Áskorandapenninn Sólrún Fjóla Káradóttir frá Sauðárkróki

Hver er konan: Sólrún Fjóla Káradóttir. Maki: Sigurður Guðmundsson. Hverra manna: Miðju barn Kára Steindórssonar og Gerðar Geirsdóttur. Hvar elur þú manninn: Borgarnesi og flutti þangað af því að bæjarstjórinn var Króksari og meira að segja upp alinn á Hólmagrundinni. Afkomendur: Alma Rut, Kári Jón, Ingunn og tvö barnabörn, Halldór og Sóllilja. Áhugamál: Útivist, handavinna og matreiðsla. Heima er: Fjaran á Króknum.
Meira

„Við erum að spila mjög vel sem lið“

Feykir hafði samband við Jamie McDonough þjálfara karlaliðs Tindastóls þegar fjórum umferðum er lokið í 3. deildinni. Lið Tindastóls er í efri hluta deildarinnar með sjö stig eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli og eitt tap. Hann var fyrst spurður um leikinn gegn Álftanesi. „Við áttum aftur frábæran leik ... í 60-70 mínútur. Við stjórnuðum leiknum, vorum 70% með boltann og sköpuðum okkur ágæt færi. En líkt og í leikjunum gegn liðum Hugins/Hattar og Vængjum Júpíters þá verðum við að klára leikina þegar við höfum svona yfirburði,“ segir Jamie.
Meira