Skagafjörður

Vilja uppræta fátækt

Samtök launafólks sýndu í verki að þau standa með Öryrkjabandalagi Íslands en í gær undirrituðu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag öryrkja.
Meira

Naglana burt!

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á að nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta yfir á sumardekkin en byrjað verður að sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir morgundaginn. Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir:
Meira

Samspil í sveitinni

Nú í maí kynnti Tónlistarskóli Skagafjarðar Nótu-atriðið sitt en þá var myndbandi með flutningi nemenda skólans á laginu Elska þig, sem Magnús Eiríksson setti saman og Mannakorn gerðu vinsælt, skellt á netið. Nemendurnir sem flytja lagið koma frá starfsstöðvum skólans á Hofsósi og Varmahlíð.
Meira

Vorið kom á beði af Lego-kubbum og Cheerios

Magnúsi Frey Gíslasyni á Sauðárkróki er margt til lista lagt. Arkitektinn, hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn sýslar einnig við tónlist og hefur til að mynda um langan tíma verið í hljómsveitinni Stafrænn Hákon. Nú á dögunum sendi hann þó frá sér hið undurfallega lag Vor, í eigin nafni. „Lagið varð til á fimm mínútum þar sem ég gekk á beði af Lego kubbum og Cheerios í miðri Covid leikskólalokun,“ tjáir Magnús Freyr Feyki.
Meira

Sundstaðir opna á ný

Það er engin spurning að margir hafa glaðst í morgun þegar sundlaugar landsins opnuðu á ný eftir átta vikna lokun. Flestar sundlaugar á Norðurlandi vestra tóku á móti gestum árla morguns, aðrar verða opnaðar síðar í dag en Blönduósingar þurfa þó að bíða enn um sinn þar sem ekki tókst að ljúka viðhaldi á sundlaugarsvæðinu í tæka tíð.
Meira

Fjölgaði um 60 manns á Norðurlandi vestra á fimm mánaða tímabili

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 60 frá 1. desember sl. og eru nú orðnir alls 7387 talsins sem gerir fjölgun upp á 0,8%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögunum á svæðinu utan eins, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands.
Meira

Krithóll í Lýtingsstaðahreppi :: Torskilin bæjarnöfn

Til forna hefir bærinn heitið Gegnishóll. Bezta heimild fyrir því er í kaupbrjefii frá árinu 1445. Þar segir svo: „ Hér með seldi greindr Torfi (þ.e. Torfi Arason) jörðina Gegnishól, er nú er kallaðr Kryddhóll“ (Dipl. Ísl. IV., bls.666). Nafnbreytingin hefir því líklega orðið á öndverðri 15. öld.
Meira

Ætlar að einbeita sér að þjálfun :: Liðið mitt - Fannar Freyr Gíslason fyrrverandi Man. Utd.

Knattspyrnumaðurinn Fannar Freyr Gíslason hefur marga fjöruna sopið á keppnisvöllum landsins en hann hóf keppnisferil sinn í meistaraflokki með uppeldisfélaginu, Tindastóli, árið 2006, þá aðeins 15 ára gamall. Eftir fjögur ár á Króknum hófst nýr kafli hjá kappanum og gekk hann í raðir ÍA sem þá léku í 1. deild. Seinna skipti hann yfir í HK og flakkaði svo örlítið á milli liða á Norðurlandi, Tindastóls, KA og Magna Grenivík þar sem hann lék sinn síðasta leik 2017, í bili a.m.k. eftir 147 meistaraflokksleiki og 30 mörk. Fannar Freyr svarar spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira

Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:
Meira

Dreifing Skagfirðingabókar dregst fram á haustið

Skagfirðingabók ársins 2020 kom úr prentun í byrjun apríl sl. en vegna ástandsins í þjóðfélaginu var ákveðið að dreifa henni ekki fyrr en í haust, væntanlega í byrjun september, enda kemur ekki önnur bók frá félaginu á þessu ári. Ritstjórn bókarinnar biður áskrifendur og velunnara bókarinnar að hafa biðlund og afsaka þessa töf sem til er orðin vegna óviðráðanlegra orsaka. Í 10. tbl. Feykis var viðtal við Hjalta Pálsson, ritstjóra Skagfirðingabókar þar sem hann sagði frá þessari tímamótaútgáfu en bókin mun vera sú 40. í röðinni.
Meira