Íbúðirnar tilbúnar til útleigu á næstu vikum
feykir.is
Skagafjörður
24.10.2024
kl. 07.47
Margir hafa eflaust klórað sér í kollinum yfir byggingu fjölbýlishússins dökklitaða á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Bygging hússins hófst snemma árs 2021 og átti allt að vera klappað og klárt að hausti. Það styttist í að framkvæmdir hafi tekið fjögur ár og reglulega hefur Feykir birt af því fréttir að örstutt sé í að íbúðirnar færu á markað. Hingað til hefur það ekki reynst svo en nú hefur Feykir eftir Einar Georgssyni, framkvæmdastjóra Brákar íbúðafélags sem á bygginguna, að íbúðirnar verði tilbúnar í útleigu á næstu vikum.
Meira