Skagafjörður

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Meira

Tindastólsliðið tuskað til í Umhyggjuhöllinni

Tindastóll heimsótti lið Stjörnunnar í Garðabæinn í kvöld en þar fór fram annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það varð fljótlega ljóst að Stjörnumenn voru einbeittari og ákafari og voru lengstum með yfirhöndina í leiknum. Aðeins einu stigi munaði þó í hálfleik en í síðari hálfleiknum fóru öll hjólin undan Stólarútunni. Er nokkuð ljóst að Benni þjálfari þarf að endurræsa hugbúnaðinn hjá sínum mönnum. Lokatölur 103-74 en staðan í einvíginu 1-1 og næsti leikur verður í Síkinu á miðvikudag.
Meira

Tindastólsmenn á góðu róli

Lið Sindra frá Hornafirði mætti á Krókinn í dag og lék við lið Tindastóls í 2. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu. Bæði lið höfðu unnið leiki sína í fyrstu umferðinni sem spiluð var um síðustu helgi. Það voru Stólarnir sem kræktu í stigin þrjú sem í boði voru og unnu góðan 2-0 sigur
Meira

Eins og að smala köttum að koma Herramönnum saman

Hljómsveitin Herramenn stefnir á tónleikahald í Ljósheimum nú um miðjan maí. Hljómsveitin er skipuð nokkrum snillingum úr '69 árgangnum á Króknum, byrjaði sem skólasveitin Bad Boys, síðan Metan og loks Herramenn. Menn hafa komið og farið en kjarninn er og hefur alltaf verið þeir Árni Þór Þorbjörnsson á bassa, Birkir Guðmundsson á hljómborð, Karl Jónsson á trommur og Svavar Sigurðsson á gítar. Og punkturinn yfir i-ið er alltaf söngvarinn en þar finnum við fyrir Kristján Gíslason.
Meira

Kári Viðarsson handhafi Landstólpans 2025

Kári Viðarsson, Frystiklefanum á Rifi, er handhafi Landstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var afhentur í fjórtánda sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Breiðdalsvík 8. maí sl. en Landstólpinn er veittur árlega einstaklingum, fyrirtækjum og hópum sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum.
Meira

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar.
Meira

Flóðin tóku með sér hreiður og egg

Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur var staddur í Skagafirði við rjúpnatalningar í Hegranesi  og líka talningar á vatnafuglum (öndum, álftum, gæsum, himbrim, flórgoða) í gær fimmtudag og sagði í samtali við Feyki að ansi margt hefði farið í gegnum hugann þegar hann sá þessi miklu flóð sem nú eru í Skagafirðinum og eru að hafa áhrif á ansi margt. 
Meira

æææææjjjiiiiii og allir komnir á sumardekkin er það ekki....

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Norðurlandi vestra í dag vegna élja, einkum á fjallvegum. Í dag verður suðvestanátt 8-15 m/s og slydda eða snjóél, t.d. á Holtavörðuheiði. Lítið skyggni getur verið í éljum og krapi og hálkublettir geta myndast á vegum. Því er æskilegt að bílar séu búnir til vetraraksturs. Viðvörunin gildir til miðnættis.
Meira

Truflanir á afhendingu á hitaveituvatni á Sauðárkróki og Skarðshreppi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna endurbóta á virkjunarsvæði í Borgarmýrum verður truflun á afhendingu hitaveituvatns frá kl. 16:00, mánudaginn 12. maí og fram eftir nóttu. Búast má við að efri hluti Túnahverfis og Hlíðarhverfis verði vatnslaus á meðan unnið er, en reynt verður að hafa rennsli á neðri bænum. Vinsamlegast munið eftir að loka fyrir krana á töppunarstöðum og huga að dælum fyrir upphitun í gólfhita- og bílaplönum.
Meira

Met þátttaka á Umhverfisdegi Fisk Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn laugardaginn 3. maí síðastliðinn í frábæru veðri. Markmið þessa dags er að sameinast í útiveru með fjölskyldu og vinum með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þátttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Í tilkynningu sem kom frá Fisk Seafood segir að enn eitt metið hafi verið slegið í ár þ.e. að alls mættu 927 einstaklingar fyrir 16 aðildafélög og/eða deildir innan UMSS í Skagafirði til að plokka og í heildina var 21.4 tonn af rusli tínt upp þennan daginn.
Meira