Skagafjörður

Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Meira

Kampakátir Tindastólskrakkar á Stefnumóti KA um helgina

Það voru margir spenntir og glaðir krakkar úr knattspyrnudeild Tindastóls sem fóru með foreldrum sínum á Akureyri sl. laugardaginn því í Boganum var haldið glæsilegt fótboltamót sem kallast Stefnumót KA.
Meira

Slæmur þriðji leikhluti reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur

Stólastúlkur skelltu sér í Grafarvoginn sl. laugardag og öttu kappi við sprækt lið Fjölnis í 1. deild kvenna í körfunni. Lið Tindastóls kom ákveðið til leiks og var þrettán stigum yfir í hálfleik en heimastúlkur létu það ekki trufla sig og snéru leiknum við í þriðja leikhluta og lönduðu að lokum tíu stiga sigri, lokatölur 77-67.
Meira

Dvergarnir stóðu upp úr á Pollamóti Þórs í körfubolta

Pollamót Þórs í körfuknattleik fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. nóvember með pompi og prakt. Eitt hundrað þátttakendur í fimmtán liðum öttu kappi og sáust mörg falleg tilþrif og enn fleiri bros. Þrjú lið komu úr Skagafirðinum Molduxar, Hofsósingurinn og Dvergarnir, sem að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, verður með fyrirlestur á Vísindi og grautur í Háskólanum á Hólum 20. nóvember klukkan 13: 00-14: 00 í herbergi 302. Lella mun segja frá Hey Iceland sem er margverðlaunuð ferðaskrifstofa með yfir 30 ára þekkingu á sérþekkingu í ferðalögum á landsbyggðinni.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Hringver í Viðvikursveit

Á landinu þekkjast þrír bæir með þessu nafni. Og það er dálítið skrítið, að allir skuli þeir vera í Norðlendingafjórðungi. Olavius telur Hringver í Ólafsfirði í eyðijarðaskrá sinni við Eyjafjarðarsýslu (O. Olavius: Oekonomiske Reise, bls. 328). Í rekaskrá Hólastóls frá árinu 1296 er sagt, að stóllinn eigi þrjá hluti hvals og viðar í „Hringverzreka“ á Tjörnesi (Dipl. Ísl. II. b., bls. 318). Vafalaust er þetta elzta heimild fyrir Hringversnafninu.
Meira

Heilög hæna og snúðar á eftir

„Þegar mikið er að gera er gott að geta hent í fljótlegan og góðan rétt, nú eða þegar mann langar bara í eitthvað virkilega gott. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur og alveg einstaklega djúsí og ekkert mál að græja hann á stuttum tíma. Eftirrétturinn er svo sykurbomba sem slær alls staðar í gegn,“ segir Inga Rut Hjartardóttir sem var matgæðingur í 43. tbl. Feykis 2017. Inga er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þar sem hún lauk námi í sjávarútvegsfræði og starfar nú sem sjávarútvegsfræðingur hjá Wise lausnum á Akureyri.
Meira

Skjáskot :: Sunna Ingimundardóttir - brottfluttur Króksari

Jón Kalmann skrifaði eitt sinn um höfuðáttirnar þrjár, vindinn, hafið og eilífðina. Hann skrifaði líka um aflið sem engin getur staðist. Aflið sem togar í okkur öll. Ástina. Aflið mitt er í Skagafirði, vindurinn, hafið og eilífðin. Aflið er Skagafjörður.
Meira

Sterkur sigur Stólanna í Vesturbænum

Stórleikur 6. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar KR tóku á móti liði Tindastóls í DHL-höllinni. Reiknað var með miklum slag og það var sannarlega það sem áhorfendur fengu. Lið Tindastóls spilaði vel, hafði frumkvæðið lengstum, og missti aldrei dampinn. Það fór svo eftir yfirvegaðar lokamínútur gestanna að strákarnir tóku stigin tvö og fögnuðu vel ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sem lagt höfðu leið sína í Vesturbæinn. Lokatölur 85-92.
Meira

Óskað eftir tilboðum í byggingu leikskóla á Hofsósi

Sagt er frá því á heimasíðu Skagafjarðar að sveitarfélagið óskar eftir tilboðum í verkið Leikskóli á Hofsósi – Viðbygging GAV - Útboð 2019. Um er að ræða 205 fermetra viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi sem mun hýsa starfsemi leikskólans á staðnum.
Meira