Stærsti fótboltaleikurinn í sögu Tindastóls í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.09.2019
kl. 09.00
Síðasta umferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er þetta í fyrsta sinn í sögu Tindastóls sem meistaraflokkslið félagsins á möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild í lokaumferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Króknum, hefst kl. 19:15, og eru stuðningsmenn Stólastúlkna hvattir til að fjölmenna. Frítt er á völlinn í boði Þórðar Hansen ehf.
Meira
