Vanda fékk hvatningarverðlaun Dags gegn einelti
feykir.is
Skagafjörður
08.11.2019
kl. 19.43
Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í tengslum við daginn hafa verið veitt sérstök hvatningarverðlaun og í fyrra var það Vinaliðaverkefnið, sem Árskóli á Sauðárkróki hefur haldið um, sem hlaut verðlaunin. Í dag var það hinsvegar fyrrum nemandi skólans, Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, sem fékk hvatningarverðlaunin fyrir 30 ára starf að eineltismálum.
Meira
