Skagafjörður

Ráðstefna Listaháskóla Íslands í Textílsetrinu á Blönduósi

Katrín María Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Steinunn Gunnsteinsdóttir sölufulltrúi Atlantic Leather á Sauðárkróki, standa í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila, fyrir ráðstefnu og vinnusmiðju um nýtingu sjávarleðurs og nýsköpun í fatahönnun. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist FishSkin og hlaut stóran styrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.
Meira

Betur fór en á horfðist þegar olía rann úr nýjum tanki Olís Varmahlíð

Það óhapp varð við Olísstöðina í Varmahlíð sl. sunnudag að mikið magn olíu endaði utan olíutanka er verið var að fylla á. Í ljós kom að olían hafði borist úr loftunarrörum fyrir ofan afgreiðsluplan en búið var að stöðva lekann þegar fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra mætti á staðinn.
Meira

Helstu áherslur fjárlagafrumvarpsins í heilbrigðismálum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 verða framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra tæpir 260 milljarðar króna. Þar af nema verðlags- og launabætur rúmum átta milljörðum króna. Aukningin nemur um 8% frá fjárlögum þessa árs, eða sem svarar um 20 milljörðum króna.
Meira

Ætir eða eitraðir sveppir?

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.
Meira

Leggst eindregið gegn hugmyndum um eitt lögregluembætti

Lögreglufélag Norðurlands vestra leggst eindregið gegn hugmyndum innan embættis ríkislögreglustjóra um eitt lögregluembætti og tekur þar af leiðandi undir með ályktun félaga sinna á Austur- og Suðurlandi. Á fundi félagsins í gær kom fram að fundarmenn telji að með þessu nýjasta útspili sé verið að afvegaleiða umræðuna og veki jafnframt athygli á því að núverandi skipulag lögreglu sé einungis frá árinu 2015.
Meira

Skagafjörður ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning um málefni fatlaðra

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í morgun að draga sig út úr samstarfi nokkurra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem rennur út um næstu áramót. Fyrr í sumar ákvað byggðarráð Húnaþings vestra að endurnýja ekki samninginn og varð þá strax ljóst að hann yrði í uppnámi.
Meira

Góður sigur Tindastóls á KS vellinum

Stelpurnar í Tindstól tóku á móti liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum á KS vellinum á Sauðárkróki í gær í blíðuveðri. Leikurinn var varla hafinn þegar fyrsta markið kom en barátta og spenna voru einkennandi á vellinum allt til loka. Lokatölur 2-1 fyrir heimastúlkum sem sjá glitta örlítið í úrvalsdeildarsæti að ári.
Meira

Þrautaganga Stólanna heldur áfram

Lið Tindastóls mætti hálf lemstrað til leiks á Húsavík í gær þar sem þeir léku við heimamenn í Völsungi. Átta leikmenn vantaði í hópinn og því aðeins þrettán leikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þetta voru Stólarnir inni í leiknum þar til á 80. mínútu þegar Húsvíkingar komust í 3-1. Lokatölur voru 4-1 og þrautaganga Tindastóls heldur því áfram í 2. deildinni.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Þar má sjá fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur 1. desember 2017 og 1 desember 2018. Fjölgunin er mest í Reykjavík þar sem fjölgað hefur um 1.630 íbúa frá 1.des. 2018 til 1. sept. 2019. Ef litið er til landshluta varð hlutfallsleg fjölgun mest á Suðurlandi, 2,7%, en á Vestfjörðum var fækkun um 0,1%. Á Norðurlandi vestra var hlutfallsleg fjölgun 1,5% en fjölgað hefur í öllum sveitarfélögum landshlutans og var íbúatala hans 7.336 manns þann 1. september.
Meira

Ráðherra – engin teikn á lofti?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.
Meira