Skagafjörður

Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hverjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs.
Meira

Tvö stig til Tindastóls

Tindastóll og Þór frá Akureyri mættust í Síkinu í gærkvöldi í undarlega flötum og leiðinlegum leik. Stemningsleysið inni á vellinum smitaðist upp í stúku og það var líkast því að það væri eitthvað formsatriði að ná í þessi tvö stig af Akureyringum. Það var varla fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir náðu að hnika sér örlítið frá gestunum. Lokatölur 89-77 og aðalmálið að ná í stigin tvö þó leikurinn fari ekki í sögubækurnar.
Meira

Aukin þjónusta með opnun endurhæfingarrýma á Sauðárkróki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að koma á fót aðstöðu með allt að fjórum rýmum til almennrar endurhæfingar við starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN segir þetta framfaraskref sem styrki starfsemina á Sauðárkróki og geri kleift að bjóða fleirum en ella endurhæfingu í nærumhverfi sínu.
Meira

Evelyn Ýr hlýtur viðurkenningu frá Markaðsstofu Norðurlands

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Hörgársveit og Dalvíkurbyggð í gær, miðvikudaginn 30. október. Tókst hátíðin í alla staði vel, að því er segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar til aðila sem vakið hafa eftirtekt í ferðaþjónustu í landshlutanum. Viðurkenningarnar eru þrjár; sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Meira

Fjölmenni á fyrirlestrinum Sigrum streituna

Fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði var haldinn í gær í Árskóla á Sauðárkróki og fór þátttaka fram úr björtustu vonum en fyrirlesturinn Sigrum streituna sem fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hélt var öllum opinn. Um 150 manns mættu en fyrirlesturinn er byggður á bókinni Á eigin skinni sem Sölvi sendi nýverið frá sér en þar fer hann yfir þær aðferðir sem hann hefur reynt til að ná betri heilsu.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna fjarvinnslustöðva og er það í samræmi við aðgerð B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið verkefnisins eru annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Alls verður úthlutað allt að 24 milljónum króna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. nóvember 2019.
Meira

Höpp og glöpp Ólafs B. Schram - Sögustund í Kakalaskala

Á morgun, föstudaginn, 1. nóvember, kemur út bókin Höpp og glöpp eftir leiðsögumanninn Ólaf B. Schram en þar segir hann frá höppum og glöppum á ferðalögum sínum vítt og breitt um landið. Hann segir um létta bók að ræða bæði að innihaldi og umgjörð, 300 síður, myndskreytt, harðkilja og með 120 sögum. Þann 9. nóvember verður Óli á ferð um Skagafjörð og les upp úr bókinni í Kakalaskála en samkoman hefst kl 20:00.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Laugarbakka

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra efna til sameiginlegs fundar. Dagskráin að þessu sinni hefur yfirskriftina „óráðstefna“ en það ku vera þýðing á engilsaxneska hugtakinu „unconference“ eða „Barcamp“ eins og það er kallað á meginlandinu að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fjöldi tilnefninga af Norðurlandi vestra á uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin nk. laugardagskvöld 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Fjögur bú af Norðurlandi vestra hafa verið tilnefnd sem ræktunarbú ársins, eitt sem keppnishestabú ársins og sex knapar í sjö flokkum.
Meira

Áfram veginn - Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt.
Meira