Stjórn SSNV fundar með þremur ráðherrum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.09.2019
kl. 09.37
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fundaði nýlega með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti en því næst hélt hópurinn í Stjórnarráðið þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti stjórnarmönnum. Loks hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Meira
