feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.09.2019
kl. 11.23
Ingunn Ásdís Sigurðardóttir var viðmælandi í Bók-haldinu í 39. tbl. Feykis 2018. Ingunn, sem titlar sig sem sérkennara á eftirlaunum, móður, ömmu, vinkonu og margt fleira, hefur lengi verið búsett á Sauðárkróki og starfað sem sérkennari við Árskóla. Ingunn segir lestrarvenjur sínar hafa tekið talsverðum breytingum í tímans rás og listinn yfir lesefni hennar er afar fjölbreytilegur enda segist hún eiga þó nokkur hundruð bóka í bókahillum heimilisins.
Meira