Skagafjörður

Arkarinn Eva á ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur

Arkarinn Eva, 16 ára stúlka sem þessa dagana er að ganga hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaspítalanum, er nú komin í Skagafjörðinn. Hún leggur af stað frá Varmahlíð í dag og mun ganga í gegnum Blönduós á morgun.
Meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Skagafjarðarveitur bora eftir köldu vatni - „Nóg í bili en þetta er bráðabirgðaaðgerð“

Skagafjarðarveitur hafa látið bora fjórar holur til að freista þess að auka kaldavatnið fyrir Sauðárkrók en ekki er langt síðan fréttir bárust af vatnsskorti á Króknum. Tvær holanna sem boraðar voru eru í Skarðsdal og tvær á Veðramóti í Gönguskörðum. Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs hafa allar holurnar gefið vatn en mismikið og ágætlega lítur út með vatnsmagnið.
Meira

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson nk. fimmtudag stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Táragasi beitt gegn lögreglu

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Rotþróarlosun 2019

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum. Svæðið sem losunin nær til er frá og með Hegranesi og að Fljótum.
Meira

Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Meira

Meistaramót GSS 2019 - Arnar Geir og Árný Lilja klúbbmeistarar GSS

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 10. – 13. júlí. Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins.
Meira

Simmons til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi keppnistímabil í Dominos-deildinni. Þar er um að ræða Gerel Simmons sem er 188 sm á hæð og fjölhæfur bakvörður. Hann er fæddur 1993 og því 26 ára gamall en kappinn hefur á sínum ferli komið víða við.„Von er á Simmonsfyrir göngur og mun hann styrkja okkur í barráttunni á næsta tímabili,“ segir í fréttatilkynningu Kkd. Tindastóls.
Meira