Skagafjörður

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna

Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira

Lið Tindastóls fallið í 3. deild

Tindastóll og Selfoss mættust á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla nú á laugardaginn. Fyrir leikinn var lið Stólanna í vonlausri stöðu þegar enn voru fjórar umferðir eftir og í raun ljóst að kraftaverk dygði ekki til að bjarga liðinu frá falli. Gestirnir eru hinsvegar að berjast fyrir sæti í Inkasso-deildinni að ári og Stólarnir reyndust lítil fyrirstaða. Lokatölur voru 1-4 og lið Tindastóls þar með fallið í 3. deild.
Meira

Tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni

Fimmtudaginn 5. september standa landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Óhætt er að segja að þingið sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en verður jafnframt sent út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara sex staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu.
Meira

Auðlindir skulu vera í þjóðareign

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknar hélt sinn árlega sameiginlega vinnufund á Sauðárkróki um helgina. Þar var m.a. ályktað um að flutningskostnaður raforku verði jafnaður á kjörtímabilinu, sem er ein af mikilvægustu byggðaaðgerðum sem ráðast þarf í. „Framsóknarflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um að í landinu búi ein þjóð sem þarf að hafa jafnan aðgang að grunnþjónustu og þarna er mikilvægt skref stigið í þá átt,“ segir í ályktuninni.
Meira

Spínatsalat og japanskur kjúklingaréttur

Matgæðingar í 33. tbl ársins 2017 voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem er innfæddur Blönduósingur og Gunnar Kristinn Ólafsson sem kemur frá Hvolsvelli. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi þar sem þau eiga Ísgel ehf. ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Gunnar starfar hjá Ísgel en Kristín er leiðbeinandi í Blönduskóla.
Meira

Rausnarlegar gjafir frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási

Mánudaginn 26. ágúst sl. var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð gjafanna er 10.717.099,00 m.vsk. Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir, formaður Sambands Skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN.
Meira