Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.07.2019
kl. 09.50
Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira
