Skagafjörður

Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Útvarpsstöðin FM Trölli nær útsendingum sínum, stórum hluta í Skagafirði.

Mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar. Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi. Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.
Meira

Fjöldi gesta og allir til fyrirmyndar á Hofsós heim

Hofsós heim, bæjarhátíð Hofsósinga, var haldin um helgina í björtu veðri en vindurinn var þó örlítið að flýta sér að margra mati. Þar var margt til skemmtunar, gönguferðir, sýningar, kjötsúpa og kvöldvaka, leikir og listasmiðja, markaðir og margt, margt fleira.
Meira

Ouse með nýja plötu á Spotify

Tónlistarmaðurinn ungi, hann Ásgeir Bragi Ægisson gefur út tónlist undir nafninu Ouse og var hann núna á dögunum að gefa út nýja plötu. Platan sjálf heitir Notes from the Night Before og inniheldur sex lög. Ásgeir Bragi er sonur þeirra Guðbrands Ægis og Guðbjargar Bjarnadóttur. Hægt er að finna albúmið á Spotify.
Meira

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum.
Meira

Safetravel dagurinn í áttunda sinn

Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg stóð fyrir Safetravel deginum í átt­unda sinn síðastliðinn föstudag. Safetravel dagurinn er haldinn í því skyni að vekja at­hygli á um­ferðarör­yggi og standa slysavarna- og björgunarsveitir vaktina og spjalla við öku­menn víðsvegar um landið um ábyrgan akstur.
Meira

Bikarævintýrið á enda

Á föstudagskvöldið fór Tindastóll í Vesturbæinn og mætti þar KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna. KR-ingarnir byrjuðu af miklum krafti en þetta jafnaðist út í seinni hálfleiknum, en eina mark leiksins kom á 9. mínútu og voru það KR sem skoruðu það og urðu lokaúrslitin 1-0 fyrir KR. Bikarævintýrinu lokið hjá Tindastólsstelpum en KR komið í undanúrslit.
Meira

Úttekt Menntamálastofnunar á skólastarfi í Grunnskólanum austan Vatna

Sagt er frá því á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ný og endurskoðuð matsviðmið hafi verið tekin í notkun við ytra mat á grunnskólum á vegum Menntamálastofnunar. Grunnskólinn austan Vatna var í hópi fyrstu grunnskólanna sem fóru í úttekt með nýju matsaðferðinni í september síðastliðnum en tíu grunnskólar eru metnir árlega.
Meira

Hvetur alla til að prófa víkingaklæðnað

Í 6. tölublaði Feykis 2018 var skyggnst í handavinnuhornið hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Pálína hefur verið búsett á Laugarbakka frá árinu 2002 en hún er fædd og uppalin austur á Héraði. Hún starfar sem grunnskólakennari í hlutastarfi þar sem hún kennir m.a. tónmennt og jóga bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvammstanga og er stundakennari við Tónlistarskólann. Ennfremur er hún organisti og kórstjóri á Hvammstanga og á Melstað og Staðarbakka.
Meira