DANIEL / Elton John

Ný skífa frá Eltoni Djonni er væntanleg með haustinu og er sögð vera í stíl við það sem hann gerði þegar hann var að hefja ferilinn. Feyki finnst því fínt að skella gamalli lummu í lesendur sína því hér er kappinn sóló í Edinborg árið 1976 og lagið er Daniel.

Þarna er kappinn ennþá með alla röddina og rennir sér létt í gegnum allar hæðir og lægðir án þess að blikna. Og ef einhverjum dettur í hug að skoða fleiri Jútjúbba frá þessum tónleikum þá er nokkuð víst að Elton hefur verið búinn að skella í sig morgunkorninu og meððí – stuðið á kallinum er alveg yfir meðallagi.

Lagið er eftir Elton en textann gerði félagi hans Bernie Taupin. Ýmsir hafa velt fyrir sér um hvað textinn er en hann þykir ekki alveg ganga upp. Ástæðan er víst sú að Taupin hafði skilað inn fleiri erindum en Elton sleppti einhverjum þeirra. En lagið er gott fyrir því!

http://www.youtube.com/watch?v=rDC7OP5LAlc

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir