Gillon gefur út Bláturnablús

Bláturnablús er 5. sólóplata Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar) og sú fyrsta eftir sex ára hlé. Upptökur hófust sumarið 2020 og tekið upp með hléum í Stúdíó Benmen fram undir lok ársins 2021. Platan inniheldur níu lög og texta eftir Gísla Þór Ólafsson og syngur Gísli þau öll og spilar á kassagítar og bassa.

Upptökustjóri er Sigfús Arnar Benediktsson, en þeir Gísli og Sigfús hafa unnið allar plötur Gísla saman. Sigfús spilar á rafmagnsgítar, trommur, píanó, hammond-orgel, bassa og hljóðgervla. Í lokalaginu „Engirauð tár“ eru gestasöngvarar í bakröddum, þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson.
Mynd á umslagi: Óli Þór Ólafsson.
Platan kemur fyrst í stað út á streymisveitum í dag 22. 02 2022 og svo á vínyl í apríl.

Gísli hefur gefið út sjö frumsamdar ljóðabækur á tímabilinu 2006-2019 og fimm breiðskífur á tímabilinu 2012-2022. Hann er einnig meðlimur í bandinu Contalgen Funeral, ásamt Sigfúsi, en það band var mjög virkt á árunum 2011-2018 og hefur gefið út tvær breiðskífur.

Lagalisti plötunnar Bláturnablús:
Lukkuklukkur
Vertu þér í vil
Tímaglas
Má ekki elska þig
Fíll og köttur
Bláturnablús
Kaðalskikkjur
Á hárréttum tíma
Engirauð tár

Spotify-hlekkur: https://open.spotify.com/album/12sZ547mbQl4i2JDz4k50g?si=EbIooq0yQg6iYVHwBpSQmw

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir