NO GOOD / Kaleo

Hljómsveitin Kaleo úr sveit Mosfells hefur verið í meikinu í USA síðustu misserin. Ekki er laust við að örlítið hafi hlaupið á snærið hjá þessu sterka bandi á dögunum þegar kynningarherferð vegna nýs sjónvarpsþáttar þeirra stjörnufóstbræðra Martin Scorsese og Mick Jagger, Vinyl, fór á yfirsnúning. Þannig var myndband við lag þeirra, No Good, notað sem eitt helsta kynningarefni sjónvarpsþáttarins.

Heimasíða Rolling Stone-tímaritsins greinir frá þessu og þar er sagt að lagið sé blús/rokk slagari í anda Jack White sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitinni White Stripes.

Að sjálfsögðu er lagið partur af safnplötu með helstu lögunum úr Vinyl þáttunum. Myndbandið er tekið upp læf í Nashville, nánar tiltekið í United Record Pressing sem er stærsta hljómplötupressunarfabrikkan í Bandaríkjunum.

Kaleo vöktu fyrst verulega lukku hér á Fróni með magnaðri útgáfu af hinu sígilda Vor í Vaglaskógi. Upp á síðkastið hafa þeir félagar gert það gott á íslenskum vinsældalistum með lögunum All the Pretty Girls og Way Down We Go. Kaleo skipa þeir Jökull Júlíusson (söngur og gítar), Davíð Antonsson (ásláttarhljóðfæri og raddir), Daníel Ægir Kristjánsson (bassi) og Rubin Pollock (gítar).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir