25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Silfrastaðakirkja. Mynd: Kirkjukort.net.
Silfrastaðakirkja. Mynd: Kirkjukort.net.

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.

Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar en á vef stofnunarinnar segir að styrkir úr húsafriðunarsjóði renni að jafnaði einungis til endurbóta og viðhalds sem stuðli að upprunalegu útliti húss eða mannvirkis og er dýrara en hefðbundið viðhald fasteignar þar sem notuð eru efni og aðferðir sem samrýmast varðveislugildi hússins.

Silfrastaðakirkja í Akrahreppi hlaut hæsta styrkinn sem rann til Norðurlands vestra eða fimm milljónir en Holtastaðakirkja í Langadal næsthæsta þrjár og hálfa milljón krónur. 
Tyrfingsstaðir á Kjálka hlaut hæsta styrk friðlýstra húsa, eina og hálfa milljón og Riishús á Borðeyri tólfhundruð þúsund krónur.

Verkefni á Norðurlandi vestra sem fengu styrk:

Friðlýstar kirkjur:
Barðskirkja Fljót 900 þús. kr.
Hofsstaðakirkja Skagafjörður 500 -
Holtastaðakirkja Langadal 3.500 -
Ketukirkja Skagi 1.500 -

Knappsstaðakirkja Fljót 600 -
Silfrastaðakirkja Akrahreppur 5.000 -
Undirfellskirkja Vatnsdalur 2.300 -
Viðvíkurkirkja Skagafjörður 1.500 -

Friðlýst hús:
Riishús Borðeyri 1.200 -

Friðuð hús:
Brekkugata 2 Hvammstangi 900 -
Möllershús-Sjávarb. Hvammstangi 300 -
Gamli læknisbúst. Blönduósi 700 -
Geitaskarð Langidalur 300 -

Gamli bær Hraun á Skaga 900 -
Hlíðarrétt Vesturdal 600 -
Áshús Glaumbæ 200 -
Tyrfingsstaðir Kjálki 1.500 -

Önnur hús og mannvirki:
Brynjólfshús Borðeyri 300 -

Húsakannanir:
Akrahreppur 900 -

Rannsóknir:
Húsaskrá á Hvammst. 1898-1972 1.800 -

Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir