Akrahreppur og Húnaþing vestra fá ljósleiðarastyrki

Séð yfir í Akrahrepp frá Varmahlíð. Glóðafeykir fyrir miðri mynd. Mynd: PF.
Séð yfir í Akrahrepp frá Varmahlíð. Glóðafeykir fyrir miðri mynd. Mynd: PF.

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna og eru tvö sveitarfélög á Norðurlandi vestra með þeirra, Akrahreppur og Húnaþing vestra.

Í frétt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um málið kemur fram að tilboð fjarskiptasjóðs nái til allra styrkhæfra staða sem sótt var um í þessari lokaúthlutun verkefnisins.
Húnaþing vestra fékk hæsta styrkinn að þessu sinni, 33,5 milljónir en Akrahreppur sex milljónir.

Sjá nánar HÉR

Fjarskiptasjóður hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar, en sjóðurinn heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.
Sjóðurinn hóf formlega starfsemi í ársbyrjun 2006, á grundvelli laga sem sett voru á Alþingi í árslok 2005, í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Símanum hf. Meginhlutverk sjóðsins frá upphafi er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir