Aldrei jafnmörgu fé slátrað og nú

Sauðfjárslátrun er lokið hjá Sláturhúsi KVH þetta haustið og hefur aldrei fyrr verið slátrað jafnmörgu fé en heildarslátrun var 87.367 fjár.

Fram kemur á heimasíðu SKVH að þetta var sjötta haustslátrun sláturhússins og því fé sem þar hefur verið slátrað fjölgað frá ári til árs. Meðalvigtin endaði í 16,2 kg en var 16,3 kg í fyrra.

Boðið verður upp á tvo sláturdaga til viðbótar á næstunni, þ.e. dagana 24. nóvember og 8. desember. Fólki er vinsamlegast bent á að senda féð ekki ný rúið til slátrunar.

Fleiri fréttir