Auglýsing um skipulagsmál í Húnaþingi vestra

Hrútatunga. Skjáskot af hunathing.is
Hrútatunga. Skjáskot af hunathing.is

Byggðaráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Tillagan nær til Hrútatungu, iðnaðarsvæðis I-6 og tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt yfirbyggt tengivirki Landsnets.

Í tilkynningu Byggðaráðs inni á vef Húnaþings vestra segir: „Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 22. júní 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að að breyta um 1 ha landbúnaðarsvæðis í landi Hrútatungu í iðnaðarsvæðið I-6 (landnr. 180672). Á sama fundi samþykkti Byggðarráð Húnaþings vestra að auglýsa nýtt deiliskipulag af svæðinu skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýju yfirbyggðu 220 kV tengivirki fyrir flutningskerfi rafmangs ásamt spennistöð fyrir dreifikerfið. Núverandi tengivirki verður lagt niður í kjölfarið.“

Nánari upplýsingar HÉR

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir