Bíll útaf í Hrútafirði
Útafakstur var við bæinn Akurbrekku í Hrútafirði um kl 14 í gær. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. Mikil rigning var og vegurinn mjög háll. Tildrög slyssins eru óljós eftir því sem sem segir á Hvammstangablogginu.
Mikið hvassviðri er á Holtavörðuheiði núna og er vegfarendum bent á að fara varlega. Síðdegis er spáð enn meiru roki allt að 20 m/sek.