Biluð dælustöð hjá Hitaveitu Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2012
kl. 10.35
Vegna bilunar í dælustöð Hitaveitu Húnaþings vestra verður lokað fyrir heita vatnið á Laugarbakka og Hvammstanga á morgun, þriðjudaginn 6. mars, samkvæmt orðsendingu á heimasíðu Húnaþings vestra.
Lokunin mun standa yfir frá klukkan 13:00 og fram eftir degi.
Fleiri fréttir
-
Malbikað í Túnahverfinu á Króknum
Sumarið er skollið á landsmönnum og sumrinu fylgja jafnan framkvæmdir sem ekki er gott að inna af hendi á öðrum árstímum. Eins og til dæmis malbikun og á vef Skagafjarðar er tilkynnt um að næstu daga verði malbikunarframkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki en það er gatan sem liggur í gegnum Túnahverfið.Meira -
Sigurður Björgvinsson er skákmeistari Skagastrandar
Á vef Skagastrandar er sagt frá því að nýlega lauk Skákmóti Skagastrandar árið 2025 en keppendur vori átta talsins. Skákmeistari Skagastrandar var Sigurður Björgvinsson með 6 vinninga. Í öðru og þriðja sæti voru Halldór G. Ólafsson og Jens Jakob Sigurðarson með 5 vinninga.Meira -
Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld
Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.Meira -
Elvar Logi og Alli 5 ára !
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 20.05.2025 kl. 11.15 gunnhildur@feykir.isElvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.Meira -
Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 20.05.2025 kl. 10.19 oli@feykir.isKæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.Meira