Bingó í kvöld í Húsi frítímans
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.03.2012
kl. 08.27
Stúlknakór Alexöndru áætlar að fara til Litháen þann 19. mars nk. og verður þar í góðu yfirlæti í 6 daga. Til að fjármagna ferðina ætlar kórinn að standa fyrir bingói í kvöld kl.19:00 í Húsi frítímans.
HVERT SPJALD KOSTAR 500 KRÓNUR. 3 SPJÖLD KOSTA 1000.
Nú er um að gera að drífa sig með alla fjölskylduna og njóta þess að spila bingó.
HÉR er hægt að hlusta á kórinn syngja hið skemmtilega lag Súkkulaðiland