Björn Líndal ráðinn kaupfélagsstjóri KVH

Björn Líndal. Mynd af Netinu.
Björn Líndal. Mynd af Netinu.

Stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Björn Líndal hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Á Facebooksíðu KVH kemur fram að Björn Líndal sé með Bs gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og Ma gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tekur við starfinu af Reimari Marteinssyni þann 1. nóvember næstkomandi.

„Kaupfélagið hefur starfað frá árinu 1909 og er því 111 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eiga svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem Kaupfélagið hefur eflst mjög á undanförnum árum undir öruggri stjórn Reimars Marteinssonar sem stýrt hefur félaginu sl. 13 ár. Ég finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Kaupfélagsins,“ er haft eftir Birni Líndal í færslu KVH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir