Bleikur Boot Camp á Hvammstanga

Á föstudag var bleikur dagur víða um land. Þátttakendur í Boot Camp á Hvammstanga sýndu málefninu stuðning með því að klæðast bleiku á æfingu undir harðri stjórn Hjördísar Óskar Óskarsdóttur þjálfara.

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á Boot camp námskeið í Húnaþingi vestra og hefur það verið vel sótt.

Veðrið hefur leikið við landann að undanförnu og hafa Hvammstangabúar ekki farið varhluta af því. Helga Hinriksdóttir sendi okkur þennan pistil og myndirnar sem sýna hversu gott mannlíf er á Hvammstanga sem skartar sínu fegursta í haustblíðunni.

Fleiri fréttir