Dregið í áskriftarleik Feykis
Þrír stálheppnir Húnvetningar duttu í lukkupottinn þegar dregið var í áskriftarleik Feykis nú fyrir skömmu og eiga þeir von á glæsilegum vinningum.
Hulda Lilja Þorgeirsdóttir hreppti fyrsta vinning en hún býr á Sólheimum á Blönduósi. Annan vinning hlaut Sigtryggur Sigurvaldason Litlu Ásgeirsá í Vestur Hún. og þriðji vinningur kom í hlut Guðnýjar Lillu Benediktsdóttur á Hvammstanga. Hinir heppnu vinningshafar mega eiga von á góðum sendingum innan skamms í formi vinninga auk hins feykigóða frétta og afþreyingarmiðli Feyki.
Feykir þakkar góðar undirtektir við áskriftarleiknum og óskar nýjum áskrifendum til hamingju með blaðið sitt.