Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví

Nú hefur COVID smit verið staðfest í öllum landshlutum. Samkvæmt tölum inni á covid.is er einn í einangrun á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví. Alls greindust fjögur smit síðasta sólarhringinn, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og tvö við landamærin. Heildarfjöldi einstaklinga í einangrun á landinu eru í dag er 97 og 795 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Flest smitin eru á höfuðborgarsvæðinu eða 70 talsins. Næst á eftir kemur Vesturland með tíu, fjögur á Suðurnesjum, eitt á Suðurlandi, eitt á Austurlandi, eitt á Norðurlandi eystra, eitt á Norðurlandi vestra, eitt á Vestfjörðum og sex smit eru óstaðsett.

Nýgengi smita innanlands er nú 22,4 á hverja 100.000 íbúa sem er nokkuð há tala og því miklar líkur á því að Ísland muni lenda á rauðum lista hjá þeim þjóðum sem miða við nýgengi 20.

Sjá nánar á www.covid.is.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir