Eldur sett í kvöld

 

Frá hátíðinni í fyrra

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi verður formlega sett með opnunarhátíð í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan átta í kvöld.

Á opnunarhátíðinni verður boðið upp á Harmonikkubatti, framandi dansatriði auk þess sem All Star lúðrasveit staðarins leiðir skrúðgöngu. Niðri á bryggju verður síðan boðið upp á súpu og stomp. Þá verða bæði Nytjamarkaður og sjoppan opin.

Fleiri fréttir