Eydís verður félagsmálastjóri
Sveitastjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að ráða Eydísi Aðalbjörnsdóttur í stöðu fræðslu- og félagsmálastjóra Húnaþings vestra.
Var tillaga þess efnis samþykkt með sjö atkvæðum á fundi sveitastjórnar. Eydís mun taka við starfinu þann 15. október.