Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna
Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Um er að ræða 30 mínútna kvikmynd–tónleikadagskrá þar sem tónlistarflutningur Alexöndru fléttast saman við fallegar myndir af kirkjum víða um land og íslenskri náttúru. Markmið verkefnisins er að gera klassíska tónlist aðgengilega breiðum hópi fólks og um leið varpa ljósi á kirkjur landsins sem mikilvægan hluta menningararfs þjóðarinnar.
Upptökur fóru fram í fjölmörgum kirkjum, meðal annars í Þingvallakirkju, Skálholtskirkju, Hallgrímskirkju, auk fleiri staða. Á efnisskrá eru klassísk verk motet “Exsultate Jubilate” eftir tónskáld Amadeus Mozart, Charles Gounod og Alexöndru sjálfu.
Alexandra er listrænn verkefnisstjóri og sér um tónlistarflutning, en Jón Rúnar annast kvikmyndatöku og myndbandsvinnslu og er framkvæmdastjóri verkefnisins. Þau hafa unnið saman að fjölmörgum metnaðarfullum verkefnum síðustu tvo áratugi, þar á meðal Magical Sky Iceland kvikmynd og frumsamin sinfónietta, Nýárstónleikum úr kirkjum Suðurnesja og í Hljómahölli, sem hlutu afar góðar viðtökur áhorfenda.
Verkefnið fekk styrk úr Uppbyggingasjóði Suðurlands og einnig Kirkjusjóði Þjóðkirkjunnar.
1.janúar kl.20:00 2026 tónlistardagskrá dagskrá verður frumsýnd á netinu á heimasíðu www.alexandrachernsyhova.com og YouTube síðu Alexöndru og verður öllum opin.
/Fréttatilkynning
Fleiri fréttir
-
Jólatréssalan á Eyrinni komin í gang
Jólatréssala körfuknattleiksdeilar Tindastóls fór í gang í dag og nú er ekkert annað í stöðunni en mæta á sama gamla góða staðinn á Eyrinni, hitta fyrir eldhressa körfuboltamenn og fara heim með jólin í skottinu – enda ekkert betra en ilmurinn af lifandi tré yfir jólin.Meira -
Stelpurnar fengu KR en strákarnir Snæfell
Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikarsins í körfuknattleik í hádeginu í dag. Tindastóll átti lið í pottunum báðum þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins höfðu unnið leiki sína sl. sunnudag. Stelpurnar fengu heimaleik gegn spræku liði KR og þar verður væntanlega hart barist. Leið karlaliðsins í fjögurra liða úrslit ætti að vera nokkuð örugg þar sem Stólarnir fengu útileik gegn 1. deildar liði Snæfells.Meira -
Heimismenn sjálfir í aðalhlutverki
Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði þann 28. desember næstkomandi. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Atla Gunnar Arnórsson formann kórsins, til þess að forvitnast um tónleikana og starfsemi kórsins í haust og vetur.Meira -
Jólamót Molduxa haldið enn og aftur
Jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju annan dag jóla en mótið er í hugum margra ómissandi þáttur í jólahefð Skagfirðinga. Samkvæmt bestu vitund talnagleggstu Molduxa er þetta mót það 32. sem haldið er.Meira -
Síðasti Feykir ársins 2025 kominn úr prentun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 17.12.2025 kl. 09.40 oli@feykir.isÞá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.Meira
