Forsætisnefnd með niðurskurðarhnífinn á lofti
Forsætisnefnd alþingis undir formennsku Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti. Í síðustu viku voru allar áskriftir af Héraðsfréttablöðum skornar niður en þær hafa einkum nýst þingmönnum á landsbyggðinni.
Í þessari viku var síðan aðstoðarmannakerfið lagt niður en þingmenn landsbyggðakjördæma hafa átt rétt á aðstoðarmanni heima í kjördæmi.