Fríða Mary sigraði bæði í fjórgangi og tölti á ULM
Alls voru skráðir tæplega 40 keppendur frá USVH á unglingalandsmótinu í Borgarnesi um síðustu helgi. Tóku þeir þátt í knattspyrnu, körfubolta, hestaíþróttum, frjálsum íþróttum og sundi.
Bestur árangur náðist í hestaíþróttum en þar urðu báðir keppendur USVH í verðlaunasætum. Fríða Mary Halldórsdóttir sigraði bæði í fjórgangi og tölti í unglingaflokki á Sóma frá Böðvarshólum og Valdimar Sigurðsson á Pílu frá Elífsdal varð 2. sæti í tölti og 3. sæti í fjórgangi í sama flokki.
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir varð í öðru sæti í spjótkasti og þriðja sæti í kúluvarpi í flokki 15 - 16 ára stúlkna.
USVH og HSS Strandamenn sendu alls 9 sameiginleg lið til þátttöku í knattspyrnu og 6 í körfubolta.
Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar formanns USVH stóðu allir þátttakendur sig vel og voru byggalagi sínu til sóma.