Friðarganga í morgunsárið
Nú klukkan hálf níu munu nemendur Árskóla mynda friðarkeðju að krossinum á Nöfunum en það er árlegur viðburður í upphafi aðventu að kveikja á krossinum á þennan hátt. Að lokinni friðargöngu er öllum boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans við Freyjugötu.
Feykir.is mun að venju taka þátt í friðargöngunni og verður því lítið um uppfærslur þar til að friðargöngunni lokinni.