Gæsaskyttur fastar í drullupytti

Bíllinn sat pikkfastur

Björgunarsveitin Húnar var kölluð út til að aðstoða gæsaskyttur sem komust höfðu í hann krappan um þrjá kílómetra sunnan Fellaskála á Víðidalstunguheiði. Þar höfðu skytturnar fest bílinn sem þeir voru á í drullpytt mikinn svo hvorki var komist lönd né strönd.

 

 

 

 

 

Vel tókst að ná bílnum upp Mynd: Una Helga

Vel gekk að ná bílnum á fast land samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Erni Jakobssyni formanni Húna. Myndirnar tók Una Helga.

 

 

 

 

Fleiri fréttir