Gengið fyrir hjartað

hjartaheillAlþjóðlegi hjartadagurinn er á sunnudaginn 27. september n.k. og í tilefni af honum verða skipulagðar heilsubótargöngur á Blönduósi, Hvammstanga og Sauðárkróki og hefjast þær kl 11.00.

 

Sjúkraþjálfarar verða á staðnum og stjórna þessum göngum en þær verða farnar frá Sundlauginni á Sauðárkróki, plani Grunnskólans á Blönduósi og frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Fólk er hvatt til að fjölmenna og eiga saman góðan dag.

Fleiri fréttir