Gengið til góðs
Rauði krossinn skorar á fólk að gerast sjálfboðaliði í klukkustund laugardaginn 4. október og ganga til góðs fyrir landssöfnun Rauða krossins. Söfnunarféð rennur óskert í verkefni til að sameina fjölskyldur í Kongó sem hafa sundrast vegna stríðsátaka.
Á Norðurlandi vestra er hægt að skrá sig á eftirtöldum stöðum:
Hvammstangi, Hafnarbraut 5 - Rauði krossinn
Blönduós, Húnabraut 13 - Rauði krossinn
Skagaströnd, Sjávarborg - Rauði krossinn
Sauðárkrókur, Aðalgötu 10b - Rauði krossinn
Hofsós, Séra Gunnar Jóhannesson
Hólar, Sólrún Haraldsdóttir
Alls hafa nú á fjórða hundrað skráð sig til þátttöku í Göngum til góðs en Rauða krossinn vantar 2500 sjálfboðaliða til að ná til allra heimila á landinu. Einkum vantar sjálfboðaliða í Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu eru 24 söfnunarstöðvar í öllum hverfum borgarinnar og í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Fólk sem vill Ganga til góðs með Rauða krossinum fyrir gott málefni er hvatt til að skrá sig á www.raudikrossinn.is eða í síma 570 4000.
Rauði krossinn náðu að virkja 2500 sjálfboðaliða síðast þegar var Gengið til góðs árið 2006 og nú vill Rauði krossinn endurtaka þann frábæra árangur.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Forsetinn mun heimsækja Árnesingadeild Rauða krossins á morgun til að vekja athygli á söfnuninni, og mun hann hitta nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kl. 10:45 til að hvetja þá til að Ganga til góðs á sínu svæði.
Ef þú vilt styrkja söfnunina:
Hægt er að hringja í símanúmer – símtalið kostar 79 krónur
903 1010 – til að styrkja um 1.000 krónur
903 3030 – til að styrkja um 3.000 krónur
903 5050 – til að styrkja um 5.000 krónur
Bankareikningur: 1151-26-12, kennitala 530269-2649