Gengið til rafmagns
Konurnar í Kvenfélaginu Iðju við Miðfjörð tóku sig til á dögunum og gengu Miðfjarðarhringinn sem er um 40 km langur til þess að safna fé svo unnt værri að koma rafmagni í Réttarsel, skúr kvennanna við Miðfjarðarrétt.
Konurnar lögðu af stað um átta um morguninn og voru komnar á leiðarenda um níu tímum síðar þá 400.000 krónum ríkari. Að lokinni göngunni var svo grillað fyrir göngugarpana í boði Iðju. Stjórn kvenfélagsins Iðju þakkar sjálfboðaliðum sem unnu við raflagnir innanhúss í Réttarseli.