Gjöfular Húsfreyjur gefa endurskinsvesti
Norðanáttin segir frá því að í vikunnu afhentu hinar mögnuðu Húsfreyjur á Vatnsnesi fjallskilastjórn Vatnsnes 45 endurskinsvesti að gjöf en vestin munu án efa koma sér vel í göngum um helgina en Vatnsnesið verður smalað þann 11. september.
Á myndinni eru tvær stjórnarkonur Húsfreyjanna, Kristín Jóhannesdóttir og Gudrun Kloes, með vestin, en Loftur Guðjónsson á Ásbjarnarstöðum tók á móti þeim fyrir hönd fjallskilastjórnar.