Göngum frestað á Vatnsnesi

Vegna óhagstæðra skilyrða á laugardag var ekkert gengið á Vatnsnesfjallinu í Húnaþingi vestra eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en mikil þoka umlukti fjallið og því var hvorki réttað í Hamarsrétt né Þverárrétt þann daginn.

Skilyrði til leitar urðu betri í gær og voru réttarstörf viðhöfð sankvæmt venju. Myndir frá Hamarsrétt og Þverárrétt er hægt að sjá á Hvammstangablogginu.

Fleiri fréttir