feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2010
kl. 11.48
Árleg göngumessa verður haldin í Staðarbakkakirkju klukkan 14:00 sunnudaginn 29. ágúst.
Líkt og nafnið gefur til kynna mun messuhaldið að hluta til innihalda gönguferð en í tilkynningu frá sóknarpresti er fólk hvatt til að koma og hressa upp á andlega og líkamlega heilsu með því að heimsækja þessa fallegu gömlu kirkju og ganga síðan 40 mínútna göngu að Melstað. Á leiðinni verða upplýsingar og íhuganir út frá því sem fyrir augu ber. Hressing í safnaðarheimilinu að lokinni göngu og flutningur í bíla til að komast heim. |
|
Fleiri fréttir