Hafa áhyggjur af innlagnabanni á HVE á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2021
kl. 11.02
Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir ásíðasta fundi sínum innlagnabann á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og deildi áhyggjum sínum með öldungaráði Húnaþings vestra. Fram kemur að fulltrúar byggðarráðs hafi verið í samskiptum við fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna málsins.
Að sögn Aldísar Olgu Jóhannesdóttur, svæðisfulltrúa HVE á Hvammstanga, snýst málið um tímabundnar aðgerðir sem þótti nauðsynlegt að ráðast í vegna rekstrarumhverfis. Þegar Feykir hafði samband við Aldísi fyrir helgi sagði hún að vonir standi til að þeim fari að létta fljótlega.