Harpa Sjöfn og Pálmi fá verðlaun
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til árlegs eldvarnarátaks í nóvember s.l. í samstarfi við aðra aðila. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins og fræddu 8 ára börn um eldvarnir og öryggismál.
Var þeim gefin kostur á að taka þátt í eldvarnargetraun 2008. Mikil þátttaka var meðal barnanna í getrauninni og munu 33 börn víðsvegar af landinu fá afhent vegleg verðlaun á 112 deginum í dag.
Tvö börn á Norðvestur landi eru í þessum hópi heppinna krakka og það eru þau Harpa Sjöfn Guðmundsdóttir Grunnskólanum Blönduósi og Pálmi K Baltarsson Grunnskólanum austan Vatna Hofsósi.