Helgi Hrafn í framkvæmdastjórn Pírata

Ný framkvæmdastjórn Pírata. Frá vinstri: Björn Þór Jóhannesson, Gamithra Marga og Helgi Hrafn Gunnarsson. Aðsend mynd.
Ný framkvæmdastjórn Pírata. Frá vinstri: Björn Þór Jóhannesson, Gamithra Marga og Helgi Hrafn Gunnarsson. Aðsend mynd.

Á aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina var kosið í fjórar nefndir á vegum flokksins: framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd, úrskurðanefnd og fjármálaráð. Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:

Kosið var um eitt sæti í framkvæmdastjórn Pírata. Það hreppti Helgi Hrafn Gunnarsson. Kosið var um tvö sæti í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Þau hrepptu Svafar Helgason og Pétur Óli Þorvaldsson.
Kosið var um fimm sæti í úrskurðanefnd Pírata. Þau hrepptu Annie Marín Vestfjörð G., Kristján Gísli Stefánsson, Kristrún Ýr Einarsdóttir, Jón Grétar Levi Jónsson og Halldór Haraldsson. 
Kosið var um eitt sæti í fjármálaráð Pírata. Það hreppti Stefán Örvar Sigmundsson.

 

 

 

Fleiri fréttir