Húnvetningasaga – hin nýja

Rauðá sf - Hrappur útgáfa hefur nú sent frá sér tvær bækur, Húnvetningasaga hin nýja 1 og 2. Í bókunum er fjallað um Húnvetninga sem hafa sett svip á sinn samtíma og litað hann sínum litum. Í fyrri bókinni eru eingöngu sögur úr Vestur – Húnavatnssýslu en í þeirri seinni eru sögur allt norðan frá Skaga og inn um dali og allt inn til Hrútafjarðar.

Bókum þessum er ætlað að varðveita gamansögur af Húnvetningum og um leið að varðveita þá sérstöku list sem Húnvetningar kunna flestum betur og felst í því að svara vel fyrir sig.

Bækurnar fást í Kaupfélaginu á Hvammstanga, Sparisjóðnum á Hvammstanga, Samkaupum á Blönduósi og Skagaströnd, Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og hjá Eymundsson á Akureyri og í Reykjavík.

Bókin fæst einnig hjá útgefanda og má hafa samband með tölvupósti á hrappur@hrappur.net eða í síma 864-8946

Fleiri fréttir