Ískuldi í kortunum

Það er ískuldi í morgunsárið eða um 10 gráðu frost á mælinum í bílnum. En spáin gerir ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s og stöku él, en sums staðar snjókoma með köflum seint í nótt og á morgun. Frost 1 til 7 stig.

Hálkublettir eru víða á vegum en hálka er í Blönduhlíð og á leiðinni út á Hofsós. Eins og síðustu daga er geriðfært í Húnaþingi vestra.

Fleiri fréttir