feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 02.08.2025
kl. 14.40 bladamadur@feykir.is
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við spænsku körfuknattleikskonuna Mörtu Hermida um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta er mikill fengur fyrir Tindastól og spennandi tímabil framundan hjá kvennaliðinu.
Upp er runnin verslunaramannahelgi. Nú þeytist landinn landshorna á milli fullur eftirvæntingar um botnlaust stuð. Það var þétt setið bílaplanið við Olís Varmahlíð um kl:16 í dag. Það hefur verið mikil umferð síðustu daga og virðist flestum liggja mikið á.
Dagana 15.-18. júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum á Íslandi og var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga. Sex hópar, frá Hvammstanga, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Suðurlandi tóku þátt og sýndu alskonar kúnstir. Þó sumir hóparnir væru frekar nýlega stofnaðir og æfingastigið því mjög mismunandi stóðu öll börnin sig einstaklega vel og fengu verðskuldaða viðurkenningu.
Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal sunnudaginn 3. ágúst kl. 14:00. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Vorvindar glaðir leiða söng við undirleik Friðriks Þórs Jónssonar. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eiga saman góða stund eftir messu í einstöku umhverfi. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt, hlýtt og þurrt, svo fegurð Austurdals ætti að njóta sín.
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Hrafnhildur, sem er árgerð 1978, býr nú á Sámsstöðum í Fljótshlíð en ólst upp í Dæli í Víðidal eða upp á engilsaxnesku Pumping in Wide Valley. Hún segist hafa náð ótrúlegri frægð í Húnaþingi vestra en líklega er hún hvað þekktust fyrir að vinna Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrir heldur mörgum árum eins og hún segir sjálf, eða árið 1995. Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvert sé hennar aðalhljóðfæri svarar hún því til að það séu raddböndin.