Karlahlaup Krabbameinsfélagsins fer fram sunnudaginn 1. mars

Skráning er hafin í Karlahlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram sunnudaginn 1. mars næstkomandi. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta fyrsta Karlahlaup markar upphaf Mottumars, árlegs átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Boðið verður upp á ókeypis undirbúningsnámskeið fyrir Karlahlaupið þar sem farið verður yfir það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við hlaup og hvernig best er að fara af stað. Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði í fyrirlestri og einnig farið út á hlaupabraut (innanhúss) og hugað að upphitun, teygjum og hlaupunum sjálfum.

Feykir hvetur krabbameinsfélög á Norðurlandi vestra til að fjölga þátttakendum með því að standa fyrir Karlahlaupi hvert á sínum stað.

Skráning í Karlahlaupið HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir