Kjördæmalest RÚV er lögð af stað
Í kvöld verður haldinn á Ísafirði kjördæmafundur fyrir Norðvesturkjördæmi og verður hann sendur út í beinni útsendingu á RÚV bæði í hljóð- og sjónvarpi. Þar sitja fyrir svörum efstu menn þeirra flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Hægt er að senda inn spurningar til fundarmanna.
Þeir sem sitja fyrir svörum eru:
Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki
Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu
Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslyndum
Gunnar Sigurðsson, Borgarahreyfingunni
Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki
Jón Bjarnason, Vinstri Grænum
Jón Pétur Líndal, Lýðræðishreyfingunnni
Ef þú hefur spurningu til þessara heiðursmanna þá er hægt að koma henni á framfæri HÉR
Útsending frá fundinum hefst strax að loknum kvöldfréttum í Sjónvarpinu kl. 19.35