Kormákur/Hvöt - Skallagrímur í kvöld
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
03.07.2014
kl. 13.39
Kormákur/Hvöt tekur á móti liði Skallagríms á Hvammstangavelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Kormákur/Hvöt spilar í 4. deild og eru í 4. sæti C-riðils með 9 stig eftir 5 leiki.
Á vef Norðanáttar kemur fram að leiknum verður útvarpað á FM 106,5 og frítt verði inn á leikinn í boði Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.