Læsisstefna Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra og leikskóla Strandabyggðar

Undanfarin ár hafa Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóli Strandabyggðar unnið að gerð sameiginlegrar læsisstefnu skólanna með það að markmiði að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Nú hefur verið gefinn út bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni.

Í upphafsorðum bæklingsins segir: “Læsisstefnan Færni til framtíðar var unnin í samvinnu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóla Strandabyggðar. Markmið sameiginlegrar læsisstefnu er að samræma kennsluhætti og námsmat til að efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu. Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig.“

Bæklingurinn skiptist í nokkra kafla er nefnast: Samstarf leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu,  Foreldrasamstarf, Grunnþættir læsis, Snemmtæk íhlutun, Íslenska sem annað tungumál, Skilningur og tjáning, Málþróun, Kennsluaðferðir, Skipulag lesturs heima og í skóla, Lesferill og Skimanir

Bæklinginn má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir