Leiðindaveður í kortunum

Búist er við suðvestan stormi á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í nótt eða snemma í fyrramálið sem stendur fram eftir degi. Á  heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Viðvörunin nær einnig til Faxaflóa og Norðurlands eystra.

„Gengur í suðvestan 13-18 m/s með lítilsháttar rigningu, en hvassara í vindstrengjum við fjöll. Hiti 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 og talsverð rigning upp úr hádegi á morgun, hvassast á Tröllaskaga, en snýst í norðan 8-15 með éljum eða snjókomu undir kvöld og kólnar ört.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag (páskadagur):
Norðan 15-23 m/s, hvasst austast, en dregur talsvert úr vindi V-lands síðdegis. Éljagangur á N-verðu landinu, en víða léttskýjað sunnan heiða. Frost 4 til 15 stig, mest inn til landsins.

Á mánudag (annar í páskum):
Norðvestan og vestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri SA-lands. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust við SV-ströndina.

Á þriðjudag:
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust á S- og V-landi.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri með snjókomu víða um land og herðir á frosti.

Á fimmtudag:
Líklega stíf norðanátt með éljum og talsverðu frosti, en björtu veðri S- og V-lands.

Spá gerð: 02.04.2021 08:26. Gildir til: 09.04.2021 12:00."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir