Leitað að tveimur sérfræðingum

Á heimasíðu Byggðastofnunar má sjá að leitað er að tveimur sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem tilbúnir eru til þess að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á þróunarsviði stofnunarinnar. Staðsetning starfanna er á Sauðárkróki.

Fram kemur að umsækjendur þurfi að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og vera tilbúnir til að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er á þróunarsviðinu í samstarfi við annað starfsfólk stofnunarinnar og samstarfsaðila.

Verkefni þróunarsviðsins eru m.a. gerð byggðaáætlunar, efling atvinnulífs og búsetuþátta, rannsóknir, upplýsingamiðlun og umsagnir. Þróunarsviðið vinnur einnig að gagnasöfnun, fylgist með atvinnu- og byggðaþróun, helstu áhrifaþáttum byggðaþróunar og árangri opinberra stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og búsetuþátta.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir