Lið 3 efst í Húnvetnsku liðakeppninni

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram sl. föstudagskvöld og samkvæmt heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts stóð það vel undir væntingum. Keppt var í fjórgangi og eftir fyrsta mót er lið 3 efst með 56,5 stig. Lið 1 er næst með 43,5 stig, lið 2 í þriðja sæti með 39,5 stig og í fjórða sæti er lið 4 með 28,5 stig.

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:

Fjórgangur A-úrslit 1.flokkur

1 Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Fork / úrslit 6,60 / 7,00
2 Artemisia Bertus / Þytur frá Húsavík Fork / úrslit 6,60 / 6,90
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,83 vann B-úrslit
4 Tryggvi Björnsson og Goggur frá Skáney Fork / úrslit 6,50 / 6,77
5 Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Akurgerði Fork / úrlsti 6,33 / 6,33

Fjórgangur B-úrslit 1. flokkur

5 Fanney Dögg Indriðadóttir/Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,8
6 Jakob Víðir Kristjánsson/Börkur frá Brekkukoti Fork / úrslit 6,13 / 6,47
7 Líney María Hjálmarsdóttir/völsungur frá Húsavík Fork / úrslit 6,23 / 6,47
8 Elvar Einarsson/Ópera frá Brautarholti Fork / úrslit 6,13 / 6,37
9 Kolbrún Grétarsdóttir/Stapi frá Feti Fork / úrslit / 6,23 /6,10
10 Sæmundur Sæmundsson/Mirra frá Vindheimum Fork / úrslit / 6,17 / 6,07

Fjórgangur A-úrslit 2. flokkur
 
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,63
2 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 6,33 /6,37
3 Jóhanna Friðriksdóttir / Burkni frá Stóru-Ásgeirsá Fork/úrslit 6,03 / 6,17
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kasper frá Grafarkoti Fork/úrlslit 6,00 / 6,13
5 Ragnar Smári Helgason / Vottur frá Grafarkoti Fork/úrslit 6,00 / 5,93

Fjórgangur B-úrslit 2. flokkur

5 Vigdís Gunnarsdóttir/Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,47
6 Gréta Brimrún Karlsdóttir/Þróttur frá Húsavík Fork/úrslit 5,83 / 6,13
7 Jóhann Albertsson/Viðburður frá Gauksmýri Fork/úrslit 5,97 / 6,13
8 Þórhallur Magnús Sverrisson/Arfur frá Höfðabakka Fork/úrslit 5,77 / 5,3
9 Þórður Pálsson/Áfangi frá Sauðanesi Fork/úrslit 5,73 / 5,13

Fjórgangur B-úrslit unglingaflokki

5 Eva Dögg Pálsdóttir/Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 6,0
6 Viktoría Eik Elvarsdóttir/Máni frá Fremri Hvestu Fork/úrslit 5,47 / 5,83
7 Aron Orri Tryggvason/Kátína frá Steinnesi Fork/úrslit 5,43 / 5,7
8 Fríða Björg Jónsson/Blær frá Hvoli Fork / úrslit 5,4 / 5,53
9 Kristófer Smári Gunnarsson/Djákni frá Höfðabakka Fork / úrslit 5,23 / 5,2

Fjórgangur A-úrslit unglingaflokkur

1 Ásdís ósk Einarsdóttir / Lárus frá Syðra Skörðugili Fork/úrslit 5,57 / 6,37
2 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti Fork/úrslit 5,73 / 6,10
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 5,73
4 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir /Demantur Fork/úrslit 5,70 / 5,50
5 Brynja Kristinnsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi Fork/úrslit 5,70 / 1,80 lauk ekki keppni

Fjórgangur A-úrslit 3.flokkur

1 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi Fork/úrslit 5,50 / 5,57
2 Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti Fork/úrslit 4,70 / 5,37
3 Hanefe Muller / Silfurtígur frá Álfhólum Fork/úrslit 5,03 / 5,07
4 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 5,17 / 4,23
5 Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum Fork/úrslit 5,03 / 4,13

Nánari upplýsingar, ásamt myndum og myndbandi af A-úrslitunum í 1. flokki, má nálgast á heimasíðu Þyts.

Smali/Skeið nk. laugardag

Næsta mót liðakeppninnar verður Smali/Skeið og mun Hestamannafélagið Neisti sjá um mótið. Það verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi nk. laugardag, þann 25. febrúar nk. kl. 14.00.

Þá verður keppt í unglingaflokki (fædd 1995 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki. 

„Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni,“ segir á heimasíðu Þyts. „Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.“

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is fyrir miðnætti miðvikudagskvöld 22. febrúar en ekki verður tekið við skráningum eftir það. Fram þarf að koma nafn knapa, flokkur, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Þyts.

 

 

Fleiri fréttir